15.3.2009 | 12:06
OK, ég ét það ofan í mig :(
Jæja ég verð víst að éta ofan í mig gorgeirinn í gær, ég var bara svo viss um að þeir myndu vinna leikinn Maður verður líka að hafa trú á sínum mönnum, ekki satt?
En að öðru, ég fór í Þjóðleikhúsið í gærkvöldi að sjá Hart í bak, alveg stórskemmtileg sýning. Svo finnst mér svo mikill klassi yfir Þjóðleikhúsinu, svo gamalt og kósý. Miklu hlýlegra heldur en Borgarleikhúsið, samt fer ég miklu oftar þangað. Við erum nefnilega mjög dugleg að fara í leikhús hjónin, og ég fer líka reglulega á tónleika og söngleiki, hann er ekki eins mikið fyrir það
Ég var í kirkjukór þegar ég var lítil stelpa, og það var alltaf farið í leikhús einu sinni á ári. Held meira að segja að það hafi verið ásæðan fyrir því að ég var í kórnum Kannski er það þess vegna sem mér finnst svona gaman að fara í leikhús.
Kærleikur til allra
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
segi það með þér Bobba það er alltaf svo miklu hátíðlegra að fara í þjóðleikhúsið...
Linda Þorvaldsdóttir, 15.3.2009 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.