Elsku Þöll mín, blessuð sé minning þín.

Mikið rosalega er það erfið ákvörðun, að þurfa að láta svæfa kisuna sína. Hún Þöll mín var bara litla stelpan mín. Hún var komin með krabbamein og orðin mjög veik.

Það er svo skrítið samt hvernig þetta virkar þetta líf. Ég var að tala við vinkonu mína á sunnudaginn og hún lýsti því fyrir mér hvernig hún og fjölskyldan hennar fóru í gegnum það, þegar það þurfti að svæfa hundinn þeirra. Þau notuðu aðferð sem þau nota mikið, sem er hugleiðsla. Þegar ég var búin að tala við hana fór ég á fund, og ég sat allan fundinn og hugleiddi og sendi Þöllinni minni ljós. Og viti menn ég gat tekið þessa ákvörðun.

Ég er alveg sátt og veit að hún er komin á miklu betri stað þar sem henni líður miklu betur.

Samt er þetta svo sárt.

Elsku Þöllin mínHeart takk fyrir allt það góða sem þú gafst mér. Þú kallaðir fram það allra besta í mér.

Ég elska þig óendanlega mikið. Hvíl í friði Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Æj elsku Bobba ég samhryggist þér.

Læka mín varð oft veik á meðan ég átti hana og ég velti því svo oft fyrir mér hvort núna þyrfti ég að taka ákvörðun um að tíminn væri kominn. Þegar tíminn kom fyrir alvöru þá fann ég fyrir algjörri vissu, þótt þetta væri sárt þá sá ég hvað hún þjáðist og að þetta væri rétt ákvörðun. 

En mikill er söknuðurinn, þau eru svo stór partur af lífi manns, svo hlý og blíð og góð. 

Knús til þín í sorginni, það er gott að þú finnur að þú tókst rétta ákvörðun.

Marilyn, 12.5.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku vinkona mín

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 10:40

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 15.5.2009 kl. 17:31

4 Smámynd: Ella Guðný

Knús til þín :) vont þegar dýrin okkar þurfa að kveðja þennan heim en það er gott að vita til þess að þeim líður betur..

Ella Guðný, 16.5.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristborg Ingibergsdóttir

Höfundur

Kristborg Ingibergsdóttir
Kristborg Ingibergsdóttir
Skemmtilegasta dagmamman í bænum

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Brúðkaup 070
  • DSC04961
  • Skvísurnar mínar
  • Íris Ósk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband