Færsluflokkur: Bloggar
28.8.2008 | 17:23
Beðið eftir matnum,,,,,,,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.8.2008 | 23:49
Dagur 600
Í dag er ég búin að vera 600 daga í fráhaldi,,,,,,,,,,,ég er ekki að trúa þessu. Mér finnst ég alveg frábær :o)
Skellti mér ásamt 3 öðrum skvísum í Grindó í kvöld, frábær fundur.
Ég er svo meðvituð um það að mér líður svona vel af því að ég er í fráhaldi og er að nota öll verkfærin sem ég hef fengið. Sem eru, fundirnir, sporin, sponsorinn, sponsíurnar og síðast en ekki síst minn æðri máttur.
Farin að sofa. Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.8.2008 | 21:54
Nunnur og fegurð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2008 | 09:24
Strákarnir okkar.
Það kallast vanþakklæti í þeirra garð, þeir eru alveg frábærir, strákarnir okkar. Til hamingju allir. Það verður gaman að taka á móti þeim. Vonandi kemst ég :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 23:32
Yndislegur dagur
Vaknaði kl 8 í morgunmat, var svo bara að dúlla mér fram að hádegi. Skellti mér svo á AA fund í hádeginu. Fann svo sterkt fyrir því á fundinum hvað ég er í góðu vitundarsambandi við minn æðri mátt. Gat varla beðið eftir að leiðarinn kláraði sig af, svo ég gæti fengið að deila minni reynslu, styrk og vonum. Ég gjörsamlega sveif út af fundinum, sem er dásamleg upplifun þegar maður nær að tengja svona vel.
Síðan fór ég út að borða á Salatbarinn. Við Eygló systir fórum svo í Smáralindina, þar hittum við Írisi mína og eyddum við þrjár góðum tíma saman í La Sensa að máta brjóstarhaldara, geðveikt flottir. Síðan fórum við Eygló í ræktina og enduðum svo í baðstofunni, alveg frábær dagur.
Svo fórum við heim til mín og elduðum saman.
Esther mín og Bogga kærastan hennar komu aðeins í heimsókn í kvöld, og það er svo frábært að sjá hvað þær geisla af hamingju dúllurnar.
Núna verður maður að fara að sofa svo maður vakni í fyrramálið til þess að horfa á STRÁKANA OKKAR taka gullið. ÁFRAM ÍSLAND. Þangað til næst, bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 23:40
Áfram Ísland,,,,,,,,,,,,,,
Geeeeðveikur leikur. Sá hann að vísu ekki alveg allan, en það sem ég sá var rosalegt.
Jæja þá er ég farin að borða aftur mínar 3 vigtuðu og mældu máltíðir.
Ég get ekki líst því hvað það var gott að fá skonsuna þegar ég kom heim.
Annars er ég búin að vera frekar slöpp í dag, held að það séu bara eftirköst út af svelti :o)
Sem sagt lífið komið í eðlilegt horf, ræktin á morgun, og kannski fer ég bara á hádegisfund. Þangað til næst, bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.8.2008 | 18:54
Hungurrrrrrrrrrrrr
Ég er svo hungruð að ég sit hérna í kóma, er sem sagt á fljótandi síðan í gær og þangað til á morgunn. Held að ég sé með einhver fráhvarfs einkenni, ég er með svolítinn höfuðverk og finnst allt vera eins og í þoku.
En mér tókst að halda sönsum í vinnunni í dag. Hefði samt ekki trúað því að ég þyldi þetta svona illa. Ég ætlaði í ræktina eftir vinnu en ég er alveg viss um að það hefði liðið yfir mig. Held mig sem sagt bara í Lazy Boy sófanum mínum og hreyfi mig ekki út.
Ætla að vera í fríi á morgun, þá getur maður horft á STRÁKANA OKKAR í handboltanum.
Þangað til næst bæjó og ÁFRAM ÍSLAND
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.8.2008 | 21:05
Hrikalegur dagur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það var eins og þetta væru samantekin ráð hjá þeim að gefa okkur alllllllldrei frið í allan dag. Það var alveg ótrúlegt hvernig engin virtist þurfa að sofa lúrinn sinn, enginn vildi það sem var í matinn (nema litlu ofæturnar) og ofan á allt ætluðu sum ekki að vilja fara heim "in your dreams"
En allt tekur þetta enda, sem betur fer.
Fór svo í leiðangur fyrir tengdó í Kringluna, ekki alveg staðurinn sem ég nennti á eftir svona dag. Hefði frekar viljað fara í Baðstofuna, en svona er þetta bara. Er núna að bíða eftir sponsí sem er að fara í 5 sporið. Fer svo beint að sofa. Þangað til næst, bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.8.2008 | 23:31
Loksins,,,,,,,,,,
Loksins hafði ég mig í að fara á hádegisfund Er búin að vera á leiðinni í marga mánuði. Íris var farin að stríða mér, sagði að ég þyrfti örugglega ekki á því að halda lengur þar sem ég væri bara matafíkill
Sem sagt ég fór og það var alveg dásamlegt, og merkilegt nokk, ég náði alveg að tengja
Svo var mér boðið í afmæli hjá einni vinkonu minni sem var að halda upp á 15 ára edrúafmæli sem er alveg brilljant. Það er sami árafjöldi og ég næ í október ef Guð lofar og gæfan vill.
Til að toppa daginn þá skellti ég mér í ræktina eftir kvöldmatinn Það er alveg frábært að fara í hugleiðslu í arinstofunni í Laugum.
Þangað til næst, bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.8.2008 | 22:10
Byrjuð í ræktinni :o)
Jæja þá er maður farin að sprikla aftur Fékk tveggja vikna boðskort í Baðstofuna í Laugum, og þvílíkur draumur
Er búin að fara tvisvar og er alveg endurnærð. Þetta verður kannski til þess að ég mæti svo í líkamsræktina sem ég er styrktaraðili að
sem er JSB.
Fór á stofnfundinn í Grindavík á miðvikudaginn og þvílík mæting 25 flottar konur.
Nenni ekki að tala um borgarmálin, er búin að fá upp í kok af þeim
Þangað til næst, bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar