Færsluflokkur: Bloggar

Úthvíld.............

Þetta var nú meiri svefninn, ég svaf frá því kl. 20 í gærkvöldi til kl. 07 í morgunn............án þess að vakna til að pissa eins og ég geri á hverri nóttu, sem sagt ég er úthvíld og get farið að þjösnast á mér með því að vaka fram eftir :o) nei smádjók, en klukkan er nú orðin hálf tólf þannig að ég ætti kannski að fara að sofa. Þetta var soldið erfiður dagur í vinnunni en ég bætti mér það upp með því að fara í golf eftir vinnu, það er svo yndislegt að vera úti á golfvelli eftir að hafa verið inni allan daginn. Svo fórum við hjónin heim til Eyglóar og Gísla og borðuðum með þeim.......Sem sagt fínn dagur. Þangað til næst, bæjó

Alltaf sama sagan.....

Það er alltaf sama sagan með mig, ég fer of seint að sofa þangað til ég keyri mig í klessu.............sem sagt nú er komið að því. Er alveg í skýjunum yfir þessu yndislega veðri,,,,,,,,,sem ég væri til í að geta notað betur......en það styttist í sumarfrí :o) Jæja nú ætla ég að fara að sofa. Góða nótt, bæjó

Komin heim....

Jæja þá er þessi yndislega sumarbústaðahelgi liðin. Ekkert golfmót vegna veðurs,,,,, en aftur á móti algjör afslöppun í heita pottinum, grillað og borðaður góður GSA matur.... Eygló mín vaknaði svo í morgun með ælupest oj.. vona að við hin sleppum við þann viðbjóð. Var svolítið spæld yfir því að hafa ekki bara valið Úlfljótsvatn fram yfir mótið, en maður gat ekki séð þetta fyrir. Fer alveg örugglega í næstu ferð. Kom við á Selfossi á heimleiðinni og kíkti á íbúðina hjá Esther dóttir minni og Boggu kærustunni hennar, mjög fínt hjá þeim stöllum.... Nóg í bili. Þangað til næst, bæjó

Golfmót vs Úlfljótsvatn

Þá er það fyrsta golfmót sumarsins og örugglega það eina hjá mér :o) Ég er nú ekki svo góð í golfi að ég tími að borga mig inn á mörg mót, finnst fínt að fara í svona hjónamót þá er það betri boltinn sem gildir...... sem sagt alltaf hans bolti :o) Verð í anda með vinkonum mínum á Úlfljótsvatni, þurfti að gera það upp við mig hvað ég ætti að gera.... valdi að vera með manninum mínum. Vona að við eigum öll góða helgi. Þangað til næst, bæjó

Hún á afmæli í dag........

Frumburðurinn á afmæli í dag, og ekki láta líða yfir ykkur hún er 26 ÁRA......sem þýðir að ég er allavega orðin fullorðin :o) Hún er nú samt bara litla stelpan mín :o)
Hefði þurft að æfa mig í golfi fyrir mótið um helgina en það er allt of hvasst..... allavega til þess að ég nenni. Friðrik minn ætlar í golf. Það verður einhver að vera heima hjá kisunum ;o)
Þangað til næst,bæjó

Að hafa skoðun........ er í lagi

Var á fundi í kvöld sem er ekki frásögu færandi..... fínn fundur, en smá leiðindi eftir á. Það er svo leiðinlegt :o( En það er nú bara þannig að það geta ekki alltaf allir verið sammála og þá þarf fólk bara að ræða saman á rólegu nótunum. Ég er ekki sátt við breytinguna á fundarforminu en ég má líka hafa mína skoðun. Og það þÝðir að aðrir mega hafa sína skoðun......ekki satt. Vonandi verður þetta bara allt í lagi. En nú er ég orðin grútsyfjuð.Þangað til næst, bæjó

Eigingjörn eða ekki?????????????

Stelpan mín og kærasta hennar eru að flytja á Selfoss........ ekki mjög spennandi, ekki heppilegasti tíminn.... en hún er spennt. Auðvitað er ég eigingjörn því ég hugsaði auðvitað ÉG VERÐ HRÆDD UM ÞÆR. Það er alveg magnað hvað maður er sjálfhverfur, eða kannski eru þetta bara eðlilegar móðurtilfinningar...... Ég á stundum erfitt með að skilgreina tilfinningarnar mínar... er ég eigingjörn eða er ég að hugsa um hina. Skoða þetta. Þangað til næst,bæjó

Vinkonukvöld.

Búin að vera góður dagur í dag. Loksins komin á pensilín þannig að nú er allt í góðum bata. Bauð tveim vinkonum mínum (önnur er líka systir mín) í mat í kvöld og rak karlinn út á meðan sagði honum að þetta væri stelpukvöld......
Og við erum búnar að eiga æðislega skemmtilegt kvöld, mikið skrafað um brjóstastækkanir og fitusog....... og sitt hvað fleira. Langar geðveikt í nýtt matarstell..... er að hugsa um að skoða það á morgun.
Jæja best að fylgjast með fegurðinni á skjá einum. Þangað til næst, bæjó

Þakklæti????

Er búin að vera að pæla í því hvað ég er heppin..... ég hef allt til alls, ég á yndislegan mann og yndisleg börn.... og ekki má gleyma yndislegu kisunum mínum. Svo er maður að væla yfir smá flensu :o(
Systir mín var að greinast með MS og sonur hennar með æxli í mjöðm. Já ég er svo þakklát fyrir allt mitt. Ég ætla að einbeita mér að því að þakka fyrir mig. Og svo ætla ég að vera betri við systir mína, sem er litla systir mín þó hún sé 40 ára. Þangað til næst, bæjó

Missti af sólinni í dag :o(

Sem sagt komin með barkabólgu eins og 60% af börnunum sem ég passa. Var hérna heima í sjálfvorkunn meðan karlinn var í veiðitúr með tengdó. En það kemur aftur sól....vonandi. 33 dagar í sumarfrí jibbý.
Mér finnst það alveg merkilegt að þessi veikindi mín hafa ekki áhrif á fráhaldið mitt, það er vegna þess að ég er í góðu sambandi við minn æðri mátt. Ég les á morgnana í 24stunda bókinni og Ég er innra með þér og fer með bænirnar mínar, þess vegna kemst ég í gegnum þetta, því það er ömurlegt að vera alltaf veikur. En ekki meira væl. Fráhaldið er það mikilvægasta í lífi mínu. Þangað til næst, bæjó

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristborg Ingibergsdóttir

Höfundur

Kristborg Ingibergsdóttir
Kristborg Ingibergsdóttir
Skemmtilegasta dagmamman í bænum

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Brúðkaup 070
  • DSC04961
  • Skvísurnar mínar
  • Íris Ósk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband