Færsluflokkur: Bloggar

KAUPÆÐI.........Brúðkaup

Er alveg að missa mig á öllum þessum útölum........... verð að halda mig frá Kringlunni og Smáralindinni, búin að kaupa mér 2 kjóla, 2 pils, jakka, skó, veski og eitthvað fleira. Held að ég sé kaupfíkill, en eins og hún Díana mín segir alltaf "ég á þetta skilið" haha gott að nota það bara. Karlinn minn var eitthvað að skjóta á mig að ég mætti ekki skyggja á brúðina í brúðkaupinu á morgun :o) Ég verð bara flottust, alla vega af gestunum :o) kannski er Íris ekki sammála hún á svo geggjaðan kjól. Jæja best að fara að sofa.Þangað til næst, bæjó

Fallegur dagur

Jæja það má nú eiginlega segja að nú sé fyrsti dagur í sumarfríi, ég svaf nefnilega í allan gærdag. Það er alveg dásamlegt veður allavega út um gluggan. Ég veit ekki hvort ég verð til stórræðna í dag, treysti mér allavega ekki út núna. Get sest út á svalir þegar ormarnir hans Friðriks eru búnir að sofa þar í dag. Fæ svo sponsíu í kvöld í sporavinnu. Það er eiginlega besta andlega meðalið mitt. Læt þetta duga núna, er eitthvað svo tóm. Þangað til næst, bæjó

Sveitarómantík......

Frekar sljó eftur svæfinguna. Var að lesa blogg hjá einni sem er til í að búa í sveit og omægod............ég fékk svona sveitarómantíksfílingu (frekar langt orð) Mig hefur alltaf dreymt um að búa upp í Mosfellsdal, finnst það svo rómantískur staður. En ég myndi ekki nenna að vera með nein dýr nema kisurnar mínar og karlinn mætti kannski fá sér hund, þar með er það upptalið. En sem sagt við HD ættum kannski bara að flytja saman á svona samyrkjubú haha. Hætt að bulla. Þangað til næst, bæjó.

Sumarfrí jabbadabbadú................................

Sæla sæla sæla komin í hið langþráða sumarfrí yesssss. Og hvað ætti ég svo að gera t.d EKKI NEITT..... það væri ágætt að byrja á því og svo tekur við sumarbústaður og útilega þar á eftir. Já og tvær brúðkaupsveislur......... sem sagt nóg að gera, hlakka bara til. Þessi vika fer í snyrtingu, fyrst eru það neglur svo vax og svo hárið, maður verður flottur eftir vikuna. Þangað til næst, bæjó

Tjaldvagn eða fellihýsi..... spurning

Komin heim eftir velheppnaða útilegu. Við hjónin leigðum okkur tjaldvagn í fyrrasumar og aftur í sumar, vorum að spá í að kaupa okkur svoleiðis, en...... svo vorum við í fellihýsinu með Díönu og Gretari um helgina og það er sko himinn og haf þarna á milli. Allavega förum við í tjaldvagnaferð í sumar, svo spáum við í hitt seinna. Það er alveg magnað hvað maður verður endurnærður á því að komast burt úr þessu áreiti hérna í bænum, þó svo að það sé ekki nema í einn sólahring. Við enduðum þetta svo í grilli hjá þeim hjónum og í sólbaði á frábæra pallinum þeirra. Núna er ég bara þreytt og alsæl. Þangað til næst, bæjó

Sólbað....... Útilega

Jæja þá er það ákveðið....... fer í útilegu í fyrramálið og karlinn ætlar með, jibbý :o) Erum að fara að Úlfljótsvatni, ég komst ekki á sæluhelgi GSA, þannig að ég fer bara þangað núna, haha. Díana og Gretar eru farin, búin að græja fellihýsið og gera allt klárt fyrir prinsessuna. Vonast til að geta legið bara í sólbaði, er farin að þrá það að liggja bara og slappa af. Fór í golf í kvöld með Eygló og Gulla, alltaf jafn gott að vera úti á velli, anda að sér góðu lofti og svo auðvitað slá bolta. Jæja vona að allir hafi munað eftir að hringja og gefa í krabbameinssöfnunina. Þangað til næst, góða nótt og bæjó.


Ferðalag????????

Ekkert mjög mikið að gerast hjá mér í dag. Fór aðeins í kaffi til Eyglóar eftir kvöldmat svo til múttu.........Sinnti síðan móðurhlutverkinu og var hjá dóttur minni til kl að verða tólf. Sem sagt eina ferðina enn að fara of seint að sofa. En er samt alveg rosalega ánægð með lífið þessa dagana. Vinkona mín og maðurinn hennar voru að bjóða okkur hjónunum í fellihýsaferð um helgina... á eftir að spjalla við bóndann, en ég er alla vega að spá í að skella mér, hefði bara gott af því held ég. Þangað til næst,bæjó

Fyrsti fuglinn í golfinu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þessi dagur er sko búin að vera fínn, slappaði vel af, var svo boðið í kvöldmat hjá minni frábæru systir. Svo skelltum við systurnar okkur í golf og viti menn ég fékk fyrsta fuglinn.............frábært.
Það á náttúrulega að reyna aftur annað kvöld :o) Er að safna kjarki fyrir síðast 9 sporið sem verður farið í á morgunn. En eins og alltaf legg ég þetta í hendurnar á mínum æðra mætti og þá getur það bara farið vel.
Styttist óðum í sumarfríið bara 7 dagar,,,, jibbý.
Þangað til næst, bæjó

Hamingjusöm ofæta :o)

Alltaf að finna það betur og betur hvað mér líður vel í fráhaldinu mínu. Síðan ég hætti að borða þessi óæskilegu kolvetni er ég svo miklu rólegri og í mun betra jafnvægi. Svo ég tali nú ekki um sporavinnuna, sem er svo mikið að gefa mér. En ég gæti þetta ekki nema með hjálp æðri máttar og svo yndislegi sponsorinn minn ég má ekki gleyma henni :o) Það er komið inn í rútínuna hjá mér á morgnana að hugleiða og fara með bænirnar mínar, ef ég geri það ekki er dagurinn í messi..... ekkert flóknara enn það.
Hlakka svo til að fá skonsuna mína, kanilsteikta eplið, jarðarberin og skyrirð mitt í fyrramálið svo ég tali nú ekki um KAFFIÐ góða. Þangað til næst góða nótt og bæjó

Menningarleg.............

Við hjónin vorum bara menningarleg í dag og fórum á myndasýninguna í Hafnarborg, það var mjög gaman að sjá myndir af öllu þessu gamla fólki sem maður man svo vel eftir frá því að maður var krakki og svo líka myndir af gömlum húsum sem er löngu búið að rífa og bara sjá hvað allt hefur breyst.

Svo var matarklúbbur í kvöld, eftir að ég er búin að vera ca 1 1/2 ár á gráu síðunni finnst hinum í matarklúbbnum komin tími til að taka meira tillit til mín og hér eftir verður þetta þannig að ég þarf ekki að koma með neitt sér það verður bara haft samband við mig og maturinn ákveðin í samráði við mig. Það er að segja þegar þetta er ekki hjá okkur :o) Ég er mjög þakklát fyrir það, það er skemmtilegra, þó að mér hafi ekki fundist þetta neitt mál. Jæja þá er best að koma sér í rúmið. Þangað til næst,bæjó


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristborg Ingibergsdóttir

Höfundur

Kristborg Ingibergsdóttir
Kristborg Ingibergsdóttir
Skemmtilegasta dagmamman í bænum

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Brúðkaup 070
  • DSC04961
  • Skvísurnar mínar
  • Íris Ósk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband