Færsluflokkur: Bloggar
10.3.2009 | 21:54
Lassarus :(
Alveg er ég ekki að nenna þessu, er svo hundveik Langar ekkert til þess. En svona er þetta bara. Verð víst að taka þessu með æðruleysi.
Er að hugsa um að fara að skríða upp í rúm.
Kærleikur til allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2009 | 18:08
Ný vika.
Jæja þá er komin ný vika. Eyddi helginni upp í sumarbústað með 3 yndislegum konum Kom reyndar hálflasin heim, en verð fljót að rífa það úr mér. Við slöppuðum svo vel af, vorum með 1 fund og unnum verkefnavinnu. Það er svo gott að vinna svona í sjálfum sér, þó það geti líka verið erfitt þá fær maður svo mikið til baka ef maður gerir þetta heiðarlega
Ég er núna að bíða eftir kvöldmatnum og svo ætla ég á fund og sækja mér næringu.
Þangað til næst, verið góð við hvert annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009 | 21:05
Blessuð sé minning hennar.
Er búin að vera að hugsa um það undanfarið hvað ég er í litlum tengslum við ættingjana mína. Föðursystir mín er t.d búin að búa í næstu blokk við mig síðustu 16 árin og ég hef ekki hitt hana núna í svona 5 ár. Var alltaf að hugsa um að fara nú að kíkja á hana. Nú er það orðið of seint, hún dó í síðustu viku. Hún var orðin 89 ára gömul og var södd lífdaga. Þetta fær mig samt til að hugsa. Núna ætla ég t.d að fara oftar til mömmu gömlu sem verður 76 ára á þessu ári.
Einnig langar mig að eiga gott kærleiksríkt samband við mína nánustu. Verðugt verkefni
Fer á morgun við jarðarförina að kveðja þessa gömlu frænku mína, sem mér þótti mjög vænt um og var mikið hjá þegar ég var barn.
Verum góð hvert við annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.2.2009 | 23:35
Halló,,,,,,,,, Litla stelpan með eldspíturnar
Jæja nú er langt síðan ég hef bloggað. Alveg dottin í fésbókina En það er svo sem allt við það sama. Vildi að ég gæti sagt að ég væri búin að fá fleiri börn í pössun, en svo er ekki En ég legg líf mitt algjörlega í hendurnar á mínum æðra mætti og treysti honum. Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta.
Má til með að segja ykkur frá því sem kom fyrir mig í vikunni. Ég er alltaf að segja frá því hvað maðurinn minn sé órómantískur, hann er alltaf að láta mig vita hvað honum sé illa við að ég sé með opinn eld á heimilinu, þá er ég bara með kertaljós og kósý En viti menn mér tókst að kveikja í hérna í stofunni hjá okkur. Ég er ekki að djóka, það var bál hérna á borðinu mínu.
Verð að segja það að ég var frekar skömmustuleg. En ég vonandi læri af þessu og fer betur með opna eldinn næst
Knús og karm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.2.2009 | 22:47
Gaman að lifa :o)
Það er svo gaman að vera til Vinkona mín frá Danmörku er á landinu og við erum búnar að fá góðan tíma saman. Núna í kvöld var hún með hugleiðslu fyrir mig og nokkrar vinkonur mínar. Alveg yndislegt kvöld. Ég fer sæl að sofa
Kærleikskveðjur.
Bloggar | Breytt 5.2.2009 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2009 | 22:03
Guð er svo góður,,,,,,,,,,,,,
Ég er búin að eiga svo yndislega helgi. Var á fundum í Vídalínkirkju á laugardaginn frá kl 9-16 með yndislegu fólki. Um kvöldið borðaði ég svo frábæran mat með hóp af góðu fólki Í morgun var svo farið í með útlendingnum okkar í ferð, byrjuðum upp í Hellisheiðarvirkjun, svo var það Kerið og svo auðvitað Gullfoss og Geysir. Enduðum svo á því að borða saman matinn okkar upp í sumarbústað.
Alveg yndisleg helgi. Guð er svo góður. Leyfir mér að kynnast öllu þessu góða fólki. Svo er það mitt að viðhalda þessu góða sambandi við Guð og menn. Frekar væmin í dag, en það er í góðu lagi. Svona líður mér bara
Kærleikskveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2009 | 18:19
Að lifna við...........
Jæja þá held ég að maður sé að lifna við. Búin að fara tvisvar í ræktina í vikunni Búin að fara á tvo fundi. Búin að fara í mat til dóttur minnar á Selfossi, svo þetta er búin að vera flott vika. Er að fara í prjónaklúbb í kvöld. Ég held ( eða veit) að það sem vara að draga mig niður voru allar þessar neikvæðu fréttir. Og hvað gerir maður þá? HÆTTIR AÐ HORFA á fréttir. Ég þurfti reyndar að láta segja mér að fara í fréttapásu Ég finn að ég er öll miklu skapbetri. Ég er orðin mjög spennt fyrir afmælisfundi gsa samtakanna sem er á laugardaginn í Vídalínskirkju frá kl 10-16.
Ég er sem sagt sátt við Guð og menn.
Kærleiksknús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2009 | 01:57
Líf og fjör............
Já það er sko búið að vera fjör hjá mér Á föstudagskvöld borðuðum við saman ég, Silla og Sigga, og að sjálfsögðu var bara veisla. Svo eftir matinn fór ég og hitti æskuvinkonur sem ég hef ekki hitt í hundrað ár eða um það bil. Það var mikið kjaftað og hlegið langt frameftir, við ætlum að endurtaka þetta fljótlega. Nú svo í kvöld var matarklúbburinn að hittast og það er alltaf mikið fjör í kringum það Sem sagt frábær helgi og sunnudagurinn eftir.
Þangað til næst. Kærleikskveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2009 | 18:02
Mótmælin.....
Ég er rosa stolt af þeim íslendingum sem eru að mótmæla niður í bæ En ég er svo mikil gunga að ég þori ekki í svona læti,, nema kannski á laugardögum, en alls ekki á kvöldin. Ég vil kosningar, ríkisstjórnina burt. Ég treysti engum lengur, þetta eru allt glæpamenn í mínum huga.
Maður skilur ekkert í þessu, af hverju er engin búin að segja af sér? af hverju þarf engin að axla ábyrgð. Þessir ráðamenn og auðkýfingar eru búnir að setja þjóðina á hausinn og svo sitja þeir bara eins og fínir menn sem fastast. HVAÐ ER AÐ: Þetta finnst mér vera algjört siðleysi. Og hana nú.......
Búin að losa um smá gremju hérna Farin að elda mat.
Bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2009 | 01:25
Skemmtilegur dagur.
Já þetta er búin að vera fínn dagur. Fékk mágkonu mína, son hennar og tengdadóttir, tengdamömmu og Írisi í mat. Mágkona mín býr á Breiðdalsvík og hitti ég hana því ekki oft, hún er mjög skemmtileg kona og þykir mér mjög vænt um hana. Tengdamamma var mjög ánægð eftir daginn. Hún er nýorðin ekkja og er oft ein, það eru mikil viðbrigði.
Ég ætla að reyna að vera dugleg að sækja hana og gera eitthvað með henni. Ég keyrði þær ekki heim fyrr en kl 24. Fyrst fórum við í Hagkaup, um að gera að nýta sér næturopnunina. Og ég er ekki að djóka með það að það var nóg að gera.
En nú verð ég að fara að sofa. Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar