Ég er búin að vera frekar andlaus undanfarið,,,, veit ekki hvað það er. Þessi vika er búin að vera góða að því leit að við erum komin með ný börn í aðlögun. Er að passa tvo stráka sem systurdóttir mín á, og það sem er svo skemmtileg er að ég var að kynnast mömmu þeirra í gegnum facebook.

Svona er þetta bara í minni fjölskyldu, ekki mikil tengsl. En ég er búin að endurnýja sambamdið við hálfsystir mína eftir mörg, mörg ár og hitta þrjár dætur hennar. Og er sem sagt búin að fá tvö barnabörnin hennar í pössun. Svo var einn 11 mánaða gutti að byrja í dag.

Þetta lofar góðu Smile 

Ég er að fara við jarðarför á morgun og var í einni 3 mars, þar vorum við einmitt að ræða það frændfólkið að líklegast myndum við hittast næst í næstu erfidrykkju, ég bjóst ekki við að það yrði svona fljótt. 

En svo eru nú fermingar framundan. Ein fjögur stykki, takk fyrir Wizard Mig hlakkar svo til þess.

Jæja læt þetta duga núna.

Kærleikur til allraInLove


Yndislegur dagur :o)

Er þetta ekki dásamlegur dagur sólin skín bæði úti og í hjarta mínu InLove Búin að vera að gera í morgun það sem mér finnst svo skemmtilegt, hjálpa öðrum. Það er svo dáslamlega gefandi og nærandi. Ég er bókstaflega í skýjunum.

Nú ætla ég að fara í kaffi til mömmu og kíkja á nýju kærustuna hans bróðir míns. Við erum báðar spenntar fyrir því að hitta hvor aðra. Ég ætla að taka minn æðri mátt með mér því ég er pínu kvíðin, veit eiginlega ekki af hverju Smile  Ég er búin að taka ákvörðun um það að þessi dagur verður bara yndislegur.

Kærleikur til allra Heart

 


OK, ég ét það ofan í mig :(

Jæja ég verð víst að éta ofan í mig gorgeirinn í gær, ég var bara svo viss um að þeir myndu vinna leikinnFootinMouth Maður verður líka að hafa trú á sínum  mönnum, ekki satt?

En að öðru, ég fór í Þjóðleikhúsið í gærkvöldi að sjá Hart í bak, alveg stórskemmtileg sýning. Svo finnst mér svo mikill klassi yfir Þjóðleikhúsinu, svo gamalt og kósý. Miklu hlýlegra heldur en Borgarleikhúsið, samt fer ég miklu oftar þangað. Við erum nefnilega mjög dugleg að fara í leikhús hjónin, og ég fer líka reglulega á tónleika og söngleiki, hann er ekki eins mikið fyrir þaðSmile

Ég var í kirkjukór þegar ég var lítil stelpa, og það var alltaf farið í leikhús einu sinni á ári. Held meira að segja að það hafi verið ásæðan fyrir því að ég var í kórnum Halo  Kannski er það þess vegna sem mér finnst svona gaman að fara í leikhús.

Kærleikur til allra Heart


Hláturinn lengir lífið,,,,,,,,,,,,,,,

Mikið rosalega hló ég mikið í gærkvöldi, fór að sjá "Sanleikurinn"  með Pétri Jóhanni, algjör snilld Grin

Það var allur salurinn í krampakasti yfir honum, hann er svoooooo fyndin drengurinn.

Svo er ég á leiðinni í Þjóðleikhúsið í kvöld að sjá, Hart í bak. Bara menningarpakkinn tekinn á einni helgi Smile

En stóra stundin er að renna upp MAN UTD - LIVERPOOL.  Og það er engin vafi hvernig þessi leikur fer. Að sjálfsögðu vinnur Man Utd.  vonandi þarf ég ekki að éta þetta ofan í mig.

Svo ég segi bara  Áfram MAN UTD Heart 

 


Lassarus :(

Alveg er ég ekki að nenna þessu, er svo hundveik Sick Langar ekkert til þess. En svona er þetta bara. Verð víst að taka þessu með æðruleysi.

Er að hugsa um að fara að skríða upp í rúm.

Kærleikur til allra Heart

 


Ný vika.

Jæja þá er komin ný vika. Eyddi helginni upp í sumarbústað með 3 yndislegum konum Smile  Kom reyndar hálflasin heim, en verð fljót að rífa það úr mér. Við slöppuðum svo vel af, vorum með 1 fund og unnum verkefnavinnu. Það er svo gott að vinna svona í sjálfum sér, þó það geti líka verið erfitt þá fær maður svo mikið til baka ef maður gerir þetta heiðarlega Halo

Ég er núna að bíða eftir kvöldmatnum og svo ætla ég á fund og sækja mér næringu. 

Þangað til næst, verið góð við hvert annað Heart


Blessuð sé minning hennar.

Er búin að vera að hugsa um það undanfarið hvað ég er í litlum tengslum við ættingjana mína. Föðursystir mín er t.d búin að búa í næstu blokk við mig síðustu 16 árin og ég hef ekki hitt hana núna í svona 5 ár. Var alltaf að hugsa um að fara nú að kíkja á hana. Nú er það orðið of seint, hún dó í síðustu viku. Hún var orðin 89 ára gömul og var södd lífdaga. Þetta fær mig samt til að hugsa. Núna ætla ég t.d að fara oftar til mömmu gömlu sem verður 76 ára á þessu ári.

Einnig langar mig að eiga gott kærleiksríkt samband við mína nánustu. Verðugt verkefni Heart

Fer á morgun við jarðarförina að kveðja þessa gömlu frænku mína, sem mér þótti mjög vænt um og var mikið hjá þegar ég var barn.

Verum góð hvert við annaðInLove

 


Um bloggið

Kristborg Ingibergsdóttir

Höfundur

Kristborg Ingibergsdóttir
Kristborg Ingibergsdóttir
Skemmtilegasta dagmamman í bænum

Færsluflokkar

Mars 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Brúðkaup 070
  • DSC04961
  • Skvísurnar mínar
  • Íris Ósk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband