Blessuð sé minning hennar.

Er búin að vera að hugsa um það undanfarið hvað ég er í litlum tengslum við ættingjana mína. Föðursystir mín er t.d búin að búa í næstu blokk við mig síðustu 16 árin og ég hef ekki hitt hana núna í svona 5 ár. Var alltaf að hugsa um að fara nú að kíkja á hana. Nú er það orðið of seint, hún dó í síðustu viku. Hún var orðin 89 ára gömul og var södd lífdaga. Þetta fær mig samt til að hugsa. Núna ætla ég t.d að fara oftar til mömmu gömlu sem verður 76 ára á þessu ári.

Einnig langar mig að eiga gott kærleiksríkt samband við mína nánustu. Verðugt verkefni Heart

Fer á morgun við jarðarförina að kveðja þessa gömlu frænku mína, sem mér þótti mjög vænt um og var mikið hjá þegar ég var barn.

Verum góð hvert við annaðInLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ella Guðný

Þetta er svo rétt hjá þér Bobba mín :)

Ella Guðný, 4.3.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

heyr heyr... ást til þín

steina kleina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 11:08

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad skiptir svo mikklu máli ad hlúa ad sér og sínum...Tad er tad sem vid eigum.

Hjartanskvedja til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 7.3.2009 kl. 05:57

4 Smámynd:

Gott hjá þér elsku Bobba mín .Nútíminn er svo ólíkur því sem allt var þegar við vorum að alast upp hér í Firðinum. Þá voru allir ættingjar alltaf að koma í kaffi og maður bara sem krakki var inn á gafli hjá öllum ættingjum og vinum bara sí svona. Hús voru ekki læst minnir mig og það var bara sjálfsagður hlutur að droppa inn. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér. Ég reyni að halda mjög mikið í börnin mín og barnabörnin og eru þau mjög hænd að mér. Það gladdi mitt hjarta að meira að segja táningurinn sem er að verða 12 ára fékk lánaðan gemsann minn eitt sinn þegar ég var að keyra hana heim af sellóæfingu. Hún hefur svo gaman af að skreita myndir sem ég er með af þeim börnunum í símanum. Næst þegar ég ættlaði að hringja sá ég að hún var búin að setja mynd af sér á littla skjáinn og skrifa ÉG ELSKA ÖMMU. Þetta eru gullmolarnir mínir sem ég ættla að hlú að í það óendanlega. knús til þín elsku Bobba

, 9.3.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristborg Ingibergsdóttir

Höfundur

Kristborg Ingibergsdóttir
Kristborg Ingibergsdóttir
Skemmtilegasta dagmamman í bænum

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Brúðkaup 070
  • DSC04961
  • Skvísurnar mínar
  • Íris Ósk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband