Færsluflokkur: Bloggar
6.10.2008 | 22:50
Kreppa??????????????
Ég er allavega alveg beljuróleg yfir þessu, vonandi er ég ekki bara svona vitlaus af því að ég skil ekkert í þessu öllu.
Það eina sem ég get gert er að halda áfram að treysta Guði fyrir mér og mínum. Ég er fyrir löngu búin að taka þá ákvörðun að treysta mætti mér æðri fyrir mínu lífi.
Svo verð ég náttúrulega að hætta að kaupa mér stígvél híhí
Eigið góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.10.2008 | 00:12
Hangs,,,,,,,,,,
En þetta er í lagi, ég er að fara í stelpuferð um helgina og þá sef ég bara.
Og hangi í heita pottinum og svoleiðis dekur. En þangað til næst, bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.9.2008 | 23:46
Blogg leti,,,,,,,,,,,,,,
Átti mjög góða helgi, sótti mömmu á laugardaginn og fórum við á Selfoss að skoða nýju íbúðina hjá Esther og Boggu.
Aldeilis munur hjá þessum elskum að vera komnar í stærra húsnæði.
Maður þarf ekki að fara út til að skipta um skoðun eins og í hinni íbúðinni :o)
Síðan tókum við á okkur krók og keyrðum út á Eyrabakka og fórum svo Þrengslin í bæinn. Mamma var svo ánægð með daginn. Hún lifir á þessu næstu vikurnar þessi elska.
Nú á sunnudaginn fór ég á fund eftir hádegi, náði svo í karlinn og við heimsóttum mág minn og svillkonu. Ákvað að ég yrði að ná karlinum aðeins út svo hann myglaði ekki hérna heima.
Ég sem sagt var búin að ákveða fyrir hann að hann yrði að komast út, þar sem við værum að vinna heima. Hann kom auðvitað með mér en sagði mér það pent að sér liði mjög vel heima hjá sér :o)
Það er sem sagt ég sem er algjört þeytispjald og skil það eðlilega ekki hvernig er hægt að hanga heima hjá sér í heila viku.
Jæja núna verð ég víst að fara að sofa. Þangað til næst, góða nótt og bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2008 | 12:46
Áfram stelpur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Sá mikilvægasti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2008 | 21:19
Orðin hress,,,,,,,,,,,,
Jæja fyrsta flensan yfirstaðin,,,,,,,,,,, börn og dagmóðir búin að lyggja.
Allir hressir í dag og 9 börn mætt :o)
Ætla að slappa af í kvöld. Á morgun er það svo góðverk vikunnar, fer á Selfoss og ætla að taka mömmu gömlu með. Dóttirin og tengdadóttirin voru að flytja og það vantar múttu til raða og svoleiðis.
Er búin að búa til hádegismatinn minn og þá er allt klárt. Bíð svo mömmu í kvöldmat eftir ferðina.
Núna er bara að fara og glápa á imbann. Eigið gott kvöld. Bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2008 | 20:02
Hva við erum best í öllu,,,,,,,
Af hverju að furða sig á því að við skulum eiga tvær af bestu myndunum, við erum best í öllu ekki satt
Jæja þá er frúin komin AFTUR með flensu. Hiti, höfuðverkur, beinverkir og magaverkur Er ekki að nenna þessu. Var farið að hlakka svo til að hitta yndislegasta fólkið í kvöld
Dagurinn var samt ágætur, krakkarnir voru allir eitthvað svo rólegir og þau voru bara eitthvað löt.
Sem var mjög gott fyrir lassarus eins og mig
Ætla að fara að reyna að leggja mig Góða nótt
Bestu myndirnar eru íslenskar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.9.2008 | 23:30
Ráðstefnulok.......
Það er alveg rosalegt að hlusta á suma tala um líf sitt fyrir lausnina.
Það var náttúrulega fyrsta lausnin í mínu lífi að fatta áfengi og hvað það gerði mig frjálsa og sjálfsörugga. Konan sem ég var að hlusta á í dag er búin að vera edrú í 35 ár og sagan hennar var rosaleg, en samt erum við eins, hún talaði einmitt mikið um það að hún þyrfti að gera nákvæmlega það sama og sá sem er "bara" búin að vera edrú í stuttan tíma, sem er að vinna prógramið.
Maður verður nefnilega að gefa líka ekki bara þyggja. Það sem ég hef öðlast í samtökunum er algjörlega nýtt líf. Ég myndi ekki vilja fara aftur í það gamla. En þá verð ég líka að rækta samband mitt við minn æðri mátt og nota öll verkfærin sem ég fæ til að geta átt svona gott líf.
Jæja að öðru, bauð krökkunum mínum í mat í kvöld. Sonurinn kom með nýju kærustuna. Ábyggilega ágætis stelpa. Ég er nú búin að kynnast nokkrum stelpum sem hann hefur komið með. Svo er bara að sjá hvað þetta endist hjá honum blessuðum.
Jæja vinnudagur á morgunn. Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2008 | 22:56
Trambólín hvað
Svo er verið að kvarta hér á klakanum yfir 30-40 metrum á sek. Hvað með það þó svo að nokkur trambólín fjúki eða nokkrar þakplötur.
Er alveg að springa úr hamingju með ráðstefnuna Það er svo gott að hlusta á þessa erlendu speakera. Var alveg búin að gleyma hvað það er gott að fara á speakerfund. Það er allt of langt síðan ég fór á svoleiðis fund.
Er eiginlega bara að stimpla mig aftur inn í samtökin eftir smá hlé.
Hlakka til að vakna í fyrramálið og fara á ráðstefnuna.
Þangað til næst, góða nótt og bæjó
Mikil neyð barna á Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2008 | 23:09
Frábær ráðstefna,,,
Ég er mjög spennt fyrir morgundeginum, þá á að fara í 4,5,6,og 7 sporið og svo verður farið í 8,9,10,11 og 12 eftir hádegi.
Annað kvöld verður svo annar speaker að utan. Þetta er mjög spennandi.
Sá sem sá um sporavinnuna í kvöld var með 5 mínútna hugleiðslu bæði í upphafi og í lokin, það fannst mér alveg dásamlegt.
Jæja þá er best að fara að leggja sig svo maður verði hress í fyrramálið.
Þangað til næst, góða nótt og bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 16:56
Hvaða glæpamenn eru þetta,
Hvernig má það vera að tryggingar geti hækkað um 100.000 kr á milli ára. þvílíkur glæpur ég bara skil þetta ekki. Maður verður bara brjálaður þegar maður sér svona fréttir.
Tryggingar hækkuðu um 100 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar