Færsluflokkur: Bloggar

Hvíl í friði

Hann tengdafaðir minn fékk hvíldina í gærkvöldi. Það var erfið stund að vera viðstödd þegar slökkt var á tækjunum. Átta af tíu börnunum hans voru viðstödd,tengdamamma og ég.

Það var svo lítil kveðjustund inn á annari stofu, þegar búið var að laga hann til. Djákninn las bæn og við fórum með bæn, falleg stund. Síðan kvöddum við hann.

Það er nú bara svoleiðis að þó fólk sé orðið fullorðið þá er mikil sorg sem maður fer í gegn um þegar ástvinur deyr. Hann Friðrik minn er nú ekki mikið að flagga tilfinningunum, en hann talar um sorgina, sem betur fer.

Fjölskyldan ætlar að koma saman á morgun, og ræða jarðarförina og allt í kringum það.

Það er sem sagt sorg hjá okkur núna og maður verður bara að leyfa sér að syrgja.


Dagur 700 :o)

Já sæll eigum við að ræða það eitthvaðSmile Ég er sem sagt búin að vera í fráhaldi í 700 daga.

Sem er bara snilld. En þetta hefði ég ekki geta gert ein og í mínum mættiHalo

Jæja við Íris mín fórum í smá jólagjafaleiðangur áðan svo við erum langt komnar með það.

Þarf svo að fara að haugast til að baka þessar tvær sortir sem ég ætla að baka. Það er nú allt og sumt sem þessar dúllur fara fram á og jú svo auðvitað ísinn góða, ég verð nú að búa hann til handa þeim. Ég fæ mér svo náttúrulega jólaís keysaraynjunnar.

Þangað til næst, góða nótt og bæjó


Halló,,,,,,,,,,,

Ég sem ætlaði svo snemma að sofaCrying   Smá stressuð, var að koma ofan að spítala og tengdapabbi er að fara í erfiða hjartaaðgerð á morgun, og mágkona mín í hjartaþræðingu. Nú heimta ég að maðurinn minn fari í tékk. Er reyndar búin að "senda" hann einu sinni fyrir mörgum árum, en þetta er ættgengt, held ég. Svo er aldrei of oft farið.

En sem sagt, allt orðið voða jólalegt hjá okkur hjónunumHalo Og ég farin að sofa.

Þangað til næst, bæjó.


Jólaljósin yndislegu,,,

O ég elska jólaljósinSmile finnst svo gaman að sjá öll fallegu ljósin. Ég er sem sagt búin að setja upp jólaljósin mín og skreyta smá. Það birtir eitthvað svo yfir öllu.

Mér finnst svo dásamlegt að koma fram á morgnana þegar jólaljósin eru kveikt, sitja með yndislegum manninum mínum og borða pönnsuna mína og drekka morgunkaffið mitt, svona áður en rómantíkin hverfur og húsið fyllist af börnum Devil Nei nei bara grín þau eru yndisleg þessar elskur.InLove

En nú ætla ég ekki að vaka lengur og bíð bara góða nótt.

 


Vetur konungur,,,,,,,,,,,,

Ojbarasta hvað það er kalt úti W00t Ætla nú samt að harka af mér og fara á fund.

Er búin að eiga mjög góðan dag. Læt nú ekki veðrið  breyta því. Finnst ég hafa svo lítið að blogga um þessa dagana.

Þangað til næst, hafið það best InLove bæjó


Úthvíld,,,,,,,,,,

Er eitthvað ekki í lagi í hausnum á manniWoundering  Ég var búin að keyra mig í klessu í gær og sofnaði um kl. 20 og svaf alveg til morguns, sem er bara gott.

En hvað er ég svo að gera núna? Vaka upp í svefninn sem ég fékk í gær???

Farin að sofa. Þangað til næst, bæjó.


Hæ hæ,,,,,,,,,,,,

Alveg frábær dagur, fékk svona flassbakk þegar við Íris mín fórum með litlu frænkur mínar Söru og Evu í stærstu leikfangaverslun landsinsSmile 

Þær áttu að sína okkur hvað þeim langar í í jólagjöf, við vorum að spæja fyrir pabba þeirra, og auðvitað langaði þeim í nánast alltGrin Enda náði ég í blað og penna og Íris skráði það niður.

Svo fórum við í IKEA svo þær gætu farið í boltalandWizard Fórum svo með þær heim og þegar þær voru búnar í baði greiddi Íris þeim voða fínt og setti fastar fléttur. Trausti pantaði svo pizzur á línuna.

 Þegar þessi dagur var búin fór ég heim og borðaði minn góða vigtaða mat, með mínum manniInLove

Sem sagt alsæl með þennan dag.

Þangað til næst, bæjó


Jólin jólin,,,,,,,,,,,,,

Jæja þá er farið að spila jólalögin á Léttbylgjunni :o) Og við Íris ætlum í jólagjafaleiðangur á morgun. Sara og Eva fara með okkur en það eru litlu frænkur mínar sem bróðir minn á.

Svo þarf maður að fara að baka nokkrar sortir. Veit svo sem ekki fyrir hvern ég ætti að vera að baka, það borðar þetta engin hér. Kannski ég gefi mömmu smákökur, verð svona góð dóttir :o)

Ég er bara ekkert komin í neitt jólastuð, það kemur kannski á morgun ef það er búið að skreyta í búðunum og svona.
Fer kannski bara að setja upp seríur í gluggana hjá mér.

Þangað til næst, JÓLA HVAÐ bæjó


Góður dagur,,,,,,,,,

Já þessi dagur er búin að vera mjög fínn, frekar rólegt í vinnunni "bara" sex börn mættu. Það er svo notalegt að vera að vinna heima og það með elskunni sinni. Við gátum bara spjallað og haft það huggulegt.

Svo hitti ég vinkonu mína á skypinu, hún býr í Danmörku. Það er alltaf svo yndislegt að tala við hana, hún er svo góð og hlý manneskja. Við þekktumst í gamla daga, en týndumst svo og erum nýbúnar að endurnýja kynnin. Mér finnst ég svo heppin að hafa fundið hana aftur. Þökk sé blogginu :o)

Er að fara í smá aðgerð í fyrramálið, finn fyrir smá kvíða. Verð bara að leggja þetta í hendurnar á mínum æðri mætti.

Er sem sagt hamingjusöm, glöð og frjáls.
Þangað til næst, bæjó.


Hæ hæ,,,,,,,,,

Maður þorir varla að segja að manni líði vel. Það er einhvern vegin þannig að allir eiga að vera á bömmer yfir ástandinu.
Mér hefur ekki liðið svona vel eins og mér líður núna í langan tíma.
Mér finnst ég svo örugg eftir að ég fór að treysta mínum æðri mætti fyrir lífinu mínu. Ég veit að ég þarf að skoða í hvað ég eyði peningunum mínum, en það er bara ekki málið. Ég er svo innilega æðrulaus og þakklát fyrir allt sem ég á, t.d á ég yndislegan mann, yndisleg börn, yndislegar kisur, yndislegt heimili og svo á ég yndislega fjölskyldu og vini. Takk fyrir mig góði Guð. Þangað til næst, bæjó

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristborg Ingibergsdóttir

Höfundur

Kristborg Ingibergsdóttir
Kristborg Ingibergsdóttir
Skemmtilegasta dagmamman í bænum

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Brúðkaup 070
  • DSC04961
  • Skvísurnar mínar
  • Íris Ósk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 449

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband