24.2.2009 | 23:35
Halló,,,,,,,,, Litla stelpan með eldspíturnar
Jæja nú er langt síðan ég hef bloggað. Alveg dottin í fésbókina En það er svo sem allt við það sama. Vildi að ég gæti sagt að ég væri búin að fá fleiri börn í pössun, en svo er ekki
En ég legg líf mitt algjörlega í hendurnar á mínum æðra mætti og treysti honum. Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta.
Má til með að segja ykkur frá því sem kom fyrir mig í vikunni. Ég er alltaf að segja frá því hvað maðurinn minn sé órómantískur, hann er alltaf að láta mig vita hvað honum sé illa við að ég sé með opinn eld á heimilinu, þá er ég bara með kertaljós og kósý En viti menn mér tókst að kveikja í hérna í stofunni hjá okkur. Ég er ekki að djóka, það var bál hérna á borðinu mínu.
Verð að segja það að ég var frekar skömmustuleg. En ég vonandi læri af þessu og fer betur með opna eldinn næst
Knús og karm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.2.2009 | 22:47
Gaman að lifa :o)
Það er svo gaman að vera til Vinkona mín frá Danmörku er á landinu og við erum búnar að fá góðan tíma saman. Núna í kvöld var hún með hugleiðslu fyrir mig og nokkrar vinkonur mínar. Alveg yndislegt kvöld. Ég fer sæl að sofa
Kærleikskveðjur.
Bloggar | Breytt 5.2.2009 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.2.2009 | 22:03
Guð er svo góður,,,,,,,,,,,,,
Ég er búin að eiga svo yndislega helgi. Var á fundum í Vídalínkirkju á laugardaginn frá kl 9-16 með yndislegu fólki. Um kvöldið borðaði ég svo frábæran mat með hóp af góðu fólki Í morgun var svo farið í með útlendingnum okkar í ferð, byrjuðum upp í Hellisheiðarvirkjun, svo var það Kerið og svo auðvitað Gullfoss og Geysir. Enduðum svo á því að borða saman matinn okkar upp í sumarbústað.
Alveg yndisleg helgi. Guð er svo góður. Leyfir mér að kynnast öllu þessu góða fólki. Svo er það mitt að viðhalda þessu góða sambandi við Guð og menn. Frekar væmin í dag, en það er í góðu lagi. Svona líður mér bara
Kærleikskveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar