4.1.2009 | 00:40
Gleðilegt nýtt ár.
Jæja þá er ég búin að vera í fráhaldi önnur jólin mín Búin að eiga yndisleg jól og áramót upp í sveit í sumarbústað. Við fórum sem sagt, ég, Friðrik og Íris, 23 des ( eftir skötuveislu hjá Lindu og Aðalsteini) upp í Brekkuskóg í bústað sem vinkona mín, systur hennar og mamma eiga. Þær voru svo yndislegar að lána okkur bústaðinn sinn, sem er náttúrulega bara hjartagæska Vona að ég geti launað þeim á einhvern hátt. Við vorum þrjú yfir jólin, Eygló systir og fjölskylda voru í bústað rétt hjá og hittumst við auðvita um jólin. Esther og Bogga, Ari Þór og fjölskylda komu í heimsókn á sunnudeginum. Við borðuðum öll saman og Ari og co gistu um nóttina það var mjög gaman, kjaftað langt fram á nótt. Á mánudeginum komu svo Díana og Grétar með 4 útlendinga sem voru hjá þeim um jólin og var verið að fara með þau að Gullfoss og Geysir. Allt saman yndislegt fólk. Við gömlu hjónin eyddum svo áramótunum tvö saman í sveitinni, eða nei aldeilis ekki tvö því kisurnar okkar voru með okkur, þær Þöll og Kleó. Ég er svo þakklát fyrir fráhaldið mitt. Þakklát fyrir að vera ekki búin að vera gjörsamlega í þoku yfir hátíðarnar.
Maðurinn minn var að skoða myndir af mér sem voru teknar í sumarbústað um jólin 2006 og heyrði ég bara oj varstu virkilega orðin svona feit, það var einmitt eftir þau jól sem ég ákvað að nú yrði ég að gera eitthvað, burtséð frá því hvað ég var orðin mikil um mig þá leið mér skelfilega andlega Síðan hefur leiðin legið upp á við. Ég er búin að fá svo mikið, betri líðan andlega og líkamlega.
Núna í augnablikinu eru kannski ekki mjög bjartir tímar hjá mér. Það er samt fjölskyldumál sem fer örugglega vel. Ég allavega hef ákveðið að leggja það í hendurnar á mínum æðri mætti. Það hefur alltaf reynst vel fyrir mig.
Óska öllum gleðilegs nýs árs, með þakklæti fyrir árið sem leið.
Knús og kærleikur.
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir yndisleg jól mamma mín :)
Já það er um að gera að fara nógu oft á skeljarnar og tala við þann sem er í hæstu hæðum og leyfa honum að hafa áhyggjurnar og leysa þetta :)
Íris Ósk Kristborgardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 02:56
Gledilegt ár og takk fyri bloggvináttu á árinu sem var ad lída.Ertu búin ad vera svona dugleg ad taka af tér?Ég er í stærri kanntinum og se ekki annad í hendi mér en ad ég turfi ad byrja í ræktinni núna og ekki seinna en tad.
Gangi tér og tínum vel í tessu ákvedna máli ykkur.
Hjartanskvedjur frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 4.1.2009 kl. 07:24
ástarknús til þin kæra gamla og nýja vinkona !
til hamingju með Lífið !
AlheimsLjós til þín og þinna
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 17:48
Takk fyrir fallegar kveðjur
Kristborg Ingibergsdóttir, 4.1.2009 kl. 22:36
Gleðilegt ár Bobba mín og til hamingju með jól nr. 2 í fráhaldi. Knús. Sjáumst vonandi í kvöld
Sykurmolinn, 5.1.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.