Hamingjusöm ofæta.

Ég er alltaf að finna það betur og betur hvað nýji lífstíllinn minn er að gera mér gott. Það eru komnir 20 mánuðir síðan ég tók út viss kolvetni, t.d sykur, hveiti, kartöflur, pasta, hrísgrjón og fleira.
Ég var alveg viss um að það væri ekki hægt að hætta að borða þetta og alls ekki sykur.
Auðvita komu allskonar fráhvarfseinkenni en þegar það var búið var eins og þungt hlass færi af mér.
Ég upplifði mjög fljótlega mikið frelsi sem felst í því að þurfa ekki alltaf að vera að spá í hvað maður eigi nú að fá sér næst og hvað sé til upp í skáp.
Ég er svo mikill fíkill í sum kolvetni að ég get ekki hætt ef ég byrja að borða þau.
Það sem mér finnst líka svo frábært er að það er vísindalega sannað að matarfíkn er sjúkdómur, ekki bara aumingjaskapur. Það er ekki nóg að segja mér að borða minna og hreyfa mig meira, ég er búin að reyna það. Það virkar fyrir suma en ekki fyrir matarfýkil, við þurfum aðra lausn og hana hef ég fundið í GSA og í sporunum.
Mér finnst maturinn minn bara fallegur og æðislega góður. Og það er alltaf önnur máltíð á leiðinni.
Núna lifi ég bara fyrir einn dag í einu. Er í góðu vitundarsambandi við minn æðri mátt.
Langaði bara að tala um þetta núna. Þangað til næst, góða nótt og bæjó

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María

Takk fyrir sæta og takk fyrir fyrrakvöld. Það var svo notarlegt.

María, 19.9.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Helga Dóra

Til hamingju með tímann og árangurinn...... Knús....

Helga Dóra, 19.9.2008 kl. 07:56

3 Smámynd: Sykurmolinn

Takk fyrir fundinn í gærkvöldi Bobba mín.  Og takk fyrir að vigta og mæla   Þú ert svo mikið yndi.

Sykurmolinn, 19.9.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Marilyn

Til hamingju og takk fyrir að gera það sama og ég, án undantekninga.

Marilyn, 19.9.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristborg Ingibergsdóttir

Höfundur

Kristborg Ingibergsdóttir
Kristborg Ingibergsdóttir
Skemmtilegasta dagmamman í bænum

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Brúðkaup 070
  • DSC04961
  • Skvísurnar mínar
  • Íris Ósk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 449

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband