29.6.2008 | 11:49
Hamingja.......
Jesús minn hvað þetta voru flott brúðhjón, ekki það að ég hafi séð ljót brúðhjón, en fyrir utan það að vera í glæsilegum brúðarfötum og allt það þá eru þessi yndislegu hjón með svo fallegar sálir og yndislega útgeislun. Svo leynir brúðurin svona á sér,,,hún er sem sagt frábær söngkona og söng svo fallega til nýbakaðs eiginmanns síns, alveg dásamlegt. Hann fór upp á svið og þakkaði henni fyrir að játast sér og fór svo með ljóð til hennar....... Maður var næstum farin að gráta af hamingju. Veislan var alveg frábær, mjög góður matur, fullt af salati og eldað grænmeti sem ég mátti borða og svo var kalkúnabringa og nautakjöt. Það var líka flottur forréttur og eftirréttur sem ég lét eiga sig. Núna er ég bara að bíða eftir brúðhjónunum, hlakka svo til að heyra í þeim svona daginn eftir, þau eiga sem sagt tvö börn sem eru hérna hjá mér að bíða líka. Þangað til næst, bæjó
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.