22.6.2008 | 21:41
Tjaldvagn eða fellihýsi..... spurning
Komin heim eftir velheppnaða útilegu. Við hjónin leigðum okkur tjaldvagn í fyrrasumar og aftur í sumar, vorum að spá í að kaupa okkur svoleiðis, en...... svo vorum við í fellihýsinu með Díönu og Gretari um helgina og það er sko himinn og haf þarna á milli. Allavega förum við í tjaldvagnaferð í sumar, svo spáum við í hitt seinna. Það er alveg magnað hvað maður verður endurnærður á því að komast burt úr þessu áreiti hérna í bænum, þó svo að það sé ekki nema í einn sólahring. Við enduðum þetta svo í grilli hjá þeim hjónum og í sólbaði á frábæra pallinum þeirra. Núna er ég bara þreytt og alsæl. Þangað til næst, bæjó
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 489
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir sem kaupa tjaldvagna í dag gera það yfirleitt vegna þess að þeir eru á hærri öxli og þeir eru þá að spá í einhverjar jeppa-torfærur sem fellihýsin drífa ekki (nema þau séu sérútbúin). Þetta er eina ástæðan sem ég veit fyrir því að fólk velji frekar tjaldvagn nema þeir eru aðvitað ódýrari líka.
Marilyn, 23.6.2008 kl. 00:30
Fellihýsin eru æðisleg og verulega kósý.
Hafrún Kr., 23.6.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.