4.3.2009 | 21:05
Blessuð sé minning hennar.
Er búin að vera að hugsa um það undanfarið hvað ég er í litlum tengslum við ættingjana mína. Föðursystir mín er t.d búin að búa í næstu blokk við mig síðustu 16 árin og ég hef ekki hitt hana núna í svona 5 ár. Var alltaf að hugsa um að fara nú að kíkja á hana. Nú er það orðið of seint, hún dó í síðustu viku. Hún var orðin 89 ára gömul og var södd lífdaga. Þetta fær mig samt til að hugsa. Núna ætla ég t.d að fara oftar til mömmu gömlu sem verður 76 ára á þessu ári.
Einnig langar mig að eiga gott kærleiksríkt samband við mína nánustu. Verðugt verkefni
Fer á morgun við jarðarförina að kveðja þessa gömlu frænku mína, sem mér þótti mjög vænt um og var mikið hjá þegar ég var barn.
Verum góð hvert við annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 4. mars 2009
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar