21.1.2009 | 18:02
Mótmælin.....
Ég er rosa stolt af þeim íslendingum sem eru að mótmæla niður í bæ En ég er svo mikil gunga að ég þori ekki í svona læti,, nema kannski á laugardögum, en alls ekki á kvöldin. Ég vil kosningar, ríkisstjórnina burt. Ég treysti engum lengur, þetta eru allt glæpamenn í mínum huga.
Maður skilur ekkert í þessu, af hverju er engin búin að segja af sér? af hverju þarf engin að axla ábyrgð. Þessir ráðamenn og auðkýfingar eru búnir að setja þjóðina á hausinn og svo sitja þeir bara eins og fínir menn sem fastast. HVAÐ ER AÐ: Þetta finnst mér vera algjört siðleysi. Og hana nú.......
Búin að losa um smá gremju hérna Farin að elda mat.
Bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2009 | 01:25
Skemmtilegur dagur.
Já þetta er búin að vera fínn dagur. Fékk mágkonu mína, son hennar og tengdadóttir, tengdamömmu og Írisi í mat. Mágkona mín býr á Breiðdalsvík og hitti ég hana því ekki oft, hún er mjög skemmtileg kona og þykir mér mjög vænt um hana. Tengdamamma var mjög ánægð eftir daginn. Hún er nýorðin ekkja og er oft ein, það eru mikil viðbrigði.
Ég ætla að reyna að vera dugleg að sækja hana og gera eitthvað með henni. Ég keyrði þær ekki heim fyrr en kl 24. Fyrst fórum við í Hagkaup, um að gera að nýta sér næturopnunina. Og ég er ekki að djóka með það að það var nóg að gera.
En nú verð ég að fara að sofa. Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 21. janúar 2009
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar