9.8.2008 | 22:24
Clapton og Gay Pride
Tónleikarnir voru geeeeðveikir, Eric Clapton er bara flottur og þvílíkur snillingur. Og mér fannst Ellen Kristjáns og nýja hljómsveitin hennar mjög flott.
Maður var gjörsamlega búin eftir að hafa staðið í Egilshöllinni í rúma 4 tíma, loftið þarna inni var hræðilegt, enda var fólk að falla í yfirlið. En þetta var þess virði.
Svo var það Gleðigangan í dag, rosaflott, ég fór með krökkunum mínum, tengdadóttir, Díönu vinkonu og dóttir hennar í gönguna. Ein dóttirin var í atriði upp á palli og var hún rosalega flott stelpan þó ég segi sjálf frá. Var að fíla sig í botn.
Maður gengur kannski næst niður laugaveginn með aðstandenda hópnum, hver veit.
Var svo með Díönu og dóttir hennar í mat hjá mér áðan og ég er alveg svakalega ánægð eftir þennan góða dag.
Jæja það er best að fara að horfa á golf með karlinum.
Þangað til næst, bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 9. ágúst 2008
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar