24.7.2008 | 00:58
Komin heim í heiðardalinn......
Alltaf er nú gott að koma heim. Tvö af þremur börnunum mínum og tengdadóttir bókstaflega tóku á móti okkur á bílaplaninu,,,,, ekkert smá næs, svo kom miðlungurinn mjög fljótlega, mikið rosalega þykir mér nú vænt um þau öll. Svo þegar inn var komið tóku yndislegustu kisur í heimi á móti okkur, mikið voru þær nú glaðar að sjá að "mamma og pabbi" voru loksins komin heim, annars væsir nú ekki um þær blessaðar það er sko vel hugsað um þær af nágrannakonu okkar sem er algjör dýrakona.
En sem sagt ferðalagið var bara yndislegt, vorum eina nótt á Flúðum fórum svo þaðan og vestur í Varmaland og vorum þar í tvær nætur og enduðum þetta í Varmahlíð í þrjár nætur. Fórum á Hofsós og skoðuðum Vesturfarasetrið ekkert smá merkilegt að lesa um og skoða þetta allt saman. Erum sem sagt búin að prófa að vera í ausandi rigningu og brjáluðu roki í tjaldvagni og það er ekkert mál, en ég held að við fáum okkur nú frekar fellihýsi, ég vil hafa svolítið meira kósí. En megnið af tímanum var annars bara gott veður. En nú verð ég að fara að sofa, það er allt komið í rugl hjá mér. Þangað til næst, góða nótt og bæjó
En sem sagt ferðalagið var bara yndislegt, vorum eina nótt á Flúðum fórum svo þaðan og vestur í Varmaland og vorum þar í tvær nætur og enduðum þetta í Varmahlíð í þrjár nætur. Fórum á Hofsós og skoðuðum Vesturfarasetrið ekkert smá merkilegt að lesa um og skoða þetta allt saman. Erum sem sagt búin að prófa að vera í ausandi rigningu og brjáluðu roki í tjaldvagni og það er ekkert mál, en ég held að við fáum okkur nú frekar fellihýsi, ég vil hafa svolítið meira kósí. En megnið af tímanum var annars bara gott veður. En nú verð ég að fara að sofa, það er allt komið í rugl hjá mér. Þangað til næst, góða nótt og bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 24. júlí 2008
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar