Hvíl í friði

Hann tengdafaðir minn fékk hvíldina í gærkvöldi. Það var erfið stund að vera viðstödd þegar slökkt var á tækjunum. Átta af tíu börnunum hans voru viðstödd,tengdamamma og ég.

Það var svo lítil kveðjustund inn á annari stofu, þegar búið var að laga hann til. Djákninn las bæn og við fórum með bæn, falleg stund. Síðan kvöddum við hann.

Það er nú bara svoleiðis að þó fólk sé orðið fullorðið þá er mikil sorg sem maður fer í gegn um þegar ástvinur deyr. Hann Friðrik minn er nú ekki mikið að flagga tilfinningunum, en hann talar um sorgina, sem betur fer.

Fjölskyldan ætlar að koma saman á morgun, og ræða jarðarförina og allt í kringum það.

Það er sem sagt sorg hjá okkur núna og maður verður bara að leyfa sér að syrgja.


Bloggfærslur 6. desember 2008

Um bloggið

Kristborg Ingibergsdóttir

Höfundur

Kristborg Ingibergsdóttir
Kristborg Ingibergsdóttir
Skemmtilegasta dagmamman í bænum

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Brúðkaup 070
  • DSC04961
  • Skvísurnar mínar
  • Íris Ósk

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband