21.1.2009 | 18:02
Mótmælin.....
Ég er rosa stolt af þeim íslendingum sem eru að mótmæla niður í bæ En ég er svo mikil gunga að ég þori ekki í svona læti,, nema kannski á laugardögum, en alls ekki á kvöldin. Ég vil kosningar, ríkisstjórnina burt. Ég treysti engum lengur, þetta eru allt glæpamenn í mínum huga.
Maður skilur ekkert í þessu, af hverju er engin búin að segja af sér? af hverju þarf engin að axla ábyrgð. Þessir ráðamenn og auðkýfingar eru búnir að setja þjóðina á hausinn og svo sitja þeir bara eins og fínir menn sem fastast. HVAÐ ER AÐ: Þetta finnst mér vera algjört siðleysi. Og hana nú.......
Búin að losa um smá gremju hérna Farin að elda mat.
Bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2009 | 01:25
Skemmtilegur dagur.
Já þetta er búin að vera fínn dagur. Fékk mágkonu mína, son hennar og tengdadóttir, tengdamömmu og Írisi í mat. Mágkona mín býr á Breiðdalsvík og hitti ég hana því ekki oft, hún er mjög skemmtileg kona og þykir mér mjög vænt um hana. Tengdamamma var mjög ánægð eftir daginn. Hún er nýorðin ekkja og er oft ein, það eru mikil viðbrigði.
Ég ætla að reyna að vera dugleg að sækja hana og gera eitthvað með henni. Ég keyrði þær ekki heim fyrr en kl 24. Fyrst fórum við í Hagkaup, um að gera að nýta sér næturopnunina. Og ég er ekki að djóka með það að það var nóg að gera.
En nú verð ég að fara að sofa. Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2009 | 00:21
Frekar tóm,,,,,,,,,,,,
Er búin að vera frekar tóm undanfarið Veit ekki hvort það er vegna þess að ég hef verið frekar slöpp. Var að spá í hvort ég væri komin með síþreytu, finnst ég eitthvað svo orkulaus Þarf svo að fara að drífa mig í ræktina, en ég hef mig bara ekki í það. Veit alveg að það myndi gera mikið fyrir mig. Kannski hunskast ég úr því að ég er búin að skrifa það hér Svo er svefninn alveg út úr kú hjá mér. Eins og t.d núna ætti ég að vera farin að sofa en ekki að hanga í tölvunni.
Finnst að ef ég skrepp á fund eða eitthvað (geri nú samt ekkert annað) að þá geti ég réttlætt það að hanga svo bara inni í einn eða tvo daga En nóg af þessu væli.
Er annars búin að eiga mörg góð símtöl í kvöld.
Kærleiksknús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2009 | 00:46
Hæ hæ.
Vá hvað það er skrítið að vera að halda upp á 25 ára afmæli barnsins síns. Mér finnst ég ekki deginum eldri en 25 Og samt er hún ekki elsta barnið mitt, eldri dóttirin er 26 og verður 27 í sumar. Svo er litla örverpið (sem er tæpir 2 metrar) að verða 23.
En það er gott að geta verið ungur í anda Dagurinn var sem sagt mjög góður í góðra vina hópi.
Á morgun ætlum við nokkra vinkonur að hittast og borða saman hádegismat, mig hlakkar mjög til.
Þess vegna er best að fara að koma sér í bælið núna.
Þangað til næst, bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2009 | 23:36
Tölvusjúk??????eða,,,,,,,,
Ótrúlegt hvað það er óþægilegt að sofa yfir sig Lenti í því í morgun, vaknaði við símann kl 8. Sem betur fer eru foreldrarnir eitthvað seinir í gang eftir hátíðirnar og fyrsta barn kom ekki fyrr en kl 8.30
Þetta hefst upp úr því að hanga svona lengi í tölvunni á Facebook á kvöldin Varð nú samt að kíkja í hana núna.
Við Palli sonur minn fórum í kvöld og gengum frá jólaskrautinu hjá mömmu, fórum svo og kíktum á litla ömmustrákinn hennar Díönu vinkonu. Jesús minn hvað hann er yndislegur. Flottur 5 daga gamall strákur. Ég er sko skáamman
Jæja best að kíkja aðeins á facebook
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 00:11
Tveggja ára :o)
Jæja þá er maður búin að vera í fráhaldi í tvö ár í dag Ég er mjög stolt af mér. Eins og ég hef oft talað um hérna þá er þetta það einfaldasta sem ég hef gert. Lífið hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ég er hamingusöm, glöð og frjáls Auðvitað heldur lífið áfram að gerast, en ég þarf ekki að borða yfir tilfinningar. Ég tekst á við lífið með mínum æðri mætti eins og ég skil hann.
Kærleiksknús til allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.1.2009 | 00:40
Gleðilegt nýtt ár.
Jæja þá er ég búin að vera í fráhaldi önnur jólin mín Búin að eiga yndisleg jól og áramót upp í sveit í sumarbústað. Við fórum sem sagt, ég, Friðrik og Íris, 23 des ( eftir skötuveislu hjá Lindu og Aðalsteini) upp í Brekkuskóg í bústað sem vinkona mín, systur hennar og mamma eiga. Þær voru svo yndislegar að lána okkur bústaðinn sinn, sem er náttúrulega bara hjartagæska Vona að ég geti launað þeim á einhvern hátt. Við vorum þrjú yfir jólin, Eygló systir og fjölskylda voru í bústað rétt hjá og hittumst við auðvita um jólin. Esther og Bogga, Ari Þór og fjölskylda komu í heimsókn á sunnudeginum. Við borðuðum öll saman og Ari og co gistu um nóttina það var mjög gaman, kjaftað langt fram á nótt. Á mánudeginum komu svo Díana og Grétar með 4 útlendinga sem voru hjá þeim um jólin og var verið að fara með þau að Gullfoss og Geysir. Allt saman yndislegt fólk. Við gömlu hjónin eyddum svo áramótunum tvö saman í sveitinni, eða nei aldeilis ekki tvö því kisurnar okkar voru með okkur, þær Þöll og Kleó. Ég er svo þakklát fyrir fráhaldið mitt. Þakklát fyrir að vera ekki búin að vera gjörsamlega í þoku yfir hátíðarnar.
Maðurinn minn var að skoða myndir af mér sem voru teknar í sumarbústað um jólin 2006 og heyrði ég bara oj varstu virkilega orðin svona feit, það var einmitt eftir þau jól sem ég ákvað að nú yrði ég að gera eitthvað, burtséð frá því hvað ég var orðin mikil um mig þá leið mér skelfilega andlega Síðan hefur leiðin legið upp á við. Ég er búin að fá svo mikið, betri líðan andlega og líkamlega.
Núna í augnablikinu eru kannski ekki mjög bjartir tímar hjá mér. Það er samt fjölskyldumál sem fer örugglega vel. Ég allavega hef ákveðið að leggja það í hendurnar á mínum æðri mætti. Það hefur alltaf reynst vel fyrir mig.
Óska öllum gleðilegs nýs árs, með þakklæti fyrir árið sem leið.
Knús og kærleikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.12.2008 | 00:44
Yndislegur dagur.
Já við hjónakornin eigum 6 ára brúðkaupsafmæli í dag Vorum með jólakaffi fyrir fjölskyldumeðlimi og var það alveg dásamlegt. Dagurinn byrjaði á því að minn heittelskaði vakti mig með minni yndislegu morgunverðar skonsu. Og svo gaf hann mér peysu í tilefni dagsins.
Ég skrapp svo á fund í hádeginu og svo var farið að skreyta kökur og búa til súkkulaði.
Það tilheyrir að fá heitt súkkulaði með rjóma á svona dögum. Ég aftur á móti fékk mér aftur skonsuna góðu og gott kaffi
Núna bíður maður bara eftir skötunni sem Aðalsteinn mágur og Linda ætla að bjóða okkur í á Þorláksmessu namminamm.
Ef ég skyldi ekki nenna að blogg aftur fyrir jól, þá segi ég GLEÐILEG JÓL og hafið það sem allra best yfir þessa helgu hátíð.
Knús knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.12.2008 | 01:02
Jólaljós, jólapkkar og jólagreinar,,,,,,,,,,,,,,
Jæja þá erum við mútta búnar að láta setja ljós á leiðið hjá pabba blessuðum Fórum svo með greinar á leiðin hjá ömmu, afa og Óskari bróðir. Alltaf gott þegar þetta er búið.
Bauð mömmu svo í kvöldmat, og svo fórum við Íris mín heim til hennar og pökkuðum inn fyrir hana jólagjöfunum. Alltaf viss léttir þegar maður er búin með mömmupakkan Ég á svo eftir að kaupa tvær jólagjafir. Kláraði að kaupa handa mínum heittelskaða í dag
Jæja nú er ég orðin þreytt og syfjuð og bíð góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2008 | 00:58
Gott fólk,,,
Ég var í fertugsafmæli hjá vinkonu minni í kvöld, mjög gaman. Þar voru náttúrulega mamma hennar og systur sem eru með yndislegri manneskjum sem ég hef hitt. Það er svo gaman að vera innan um svona gott fólk. Mér líður alltaf svo vel nálægt þeim.
Að allt öðru, Ég næ gjörsamlega ekki upp í nefið á mér fyrir reiði út í verðlagið sem er orðið á öllum sköpuðum hlutum. Ég fór í Krónuna að kaupa mér sjampó sem ég nota, það hefur hingað til kostað á milli 400 og 500kr en í dag kostar það 899kr Hvað er eiginlega í gangi. Ég verð að reyna að finna mér eitthvað annað sjampó eða bara hætta að nota sjampó grrrrrrrr
Farin að sofa áður en ég verð brjáluð úr reiði. Þangað til næst, bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2008 | 22:05
Jólastússið góða...............
Við skelltum okkur í Smáralindina í dag, ég og mín ástkæra dóttir. Byrjuðum reyndar á því að fara á bílskúrssölu sem var reyndar ekki í bílskúr, heldur í risíbúð sem við bjuggum í fyrir 18 árum. Fórum eiginlega bara af forvitni til að skoða íbúðina. En ég kunni ekki við annað en að kaupa eitthvað, svo ég keypti eitt jólaskraut.
Þá var haldið í Lindina og beint á kaffihús. Hittum Trausta bróðir þar. Ætluðum á tónleika í Vetragarðinum kl 16. En svo voru þeir ekki byrjaðir kl 16.30 svo við Trausti skelltum okkur í Fjörðinn. Þar eru allskonar markaðir á ganginum sumt er rosalega flott. Þar náði ég í þrjár jólagjafir.
Fórum svo í kaffi til múttu. Ég kíkti þar á þáttinn hans Loga, og guð minn góður hvað það er hræðilegt að sjá hana Ásdísi Rán, greyið stelpan hún á bara bágt.
Núna sitjum við hérna gamla settið, ég í tölvunni og hann að horfa á boltann. En við erum með kveikt á kertum svo þetta er bara kósý
Þangað til næst, góða nótt og bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 22:35
Dagarnir mínir.....................
Jæja þá er kistulagningin búin. Mér finnst svo erfitt að fara í kistulagningu. Jarðarförin er svo á morgun Hef minn æðri mátt með mér.
Sonurinn átti að fá bæjarleyfi í dag af Vogi og fara svo á Staðarfell á morgunn, en hann var ekki í nógu góðu jafnvægi svo hann fer ekki fyrr en í næstu viku. Ég var bara fegin, því ég mátti ekkert vera að því að vera með honum í dag. ( eigingyrni?????)
Sit hérna með kveikt á fullt af kertum og hlusta á lögin úr Mama Mia.
Ætla að klára jólagjafainnkaup á laugardaginn og svo bíð ég bara eftir jólunum
Þangað til næst. Góða nótt og bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2008 | 23:57
Hvíl í friði
Hann tengdafaðir minn fékk hvíldina í gærkvöldi. Það var erfið stund að vera viðstödd þegar slökkt var á tækjunum. Átta af tíu börnunum hans voru viðstödd,tengdamamma og ég.
Það var svo lítil kveðjustund inn á annari stofu, þegar búið var að laga hann til. Djákninn las bæn og við fórum með bæn, falleg stund. Síðan kvöddum við hann.
Það er nú bara svoleiðis að þó fólk sé orðið fullorðið þá er mikil sorg sem maður fer í gegn um þegar ástvinur deyr. Hann Friðrik minn er nú ekki mikið að flagga tilfinningunum, en hann talar um sorgina, sem betur fer.
Fjölskyldan ætlar að koma saman á morgun, og ræða jarðarförina og allt í kringum það.
Það er sem sagt sorg hjá okkur núna og maður verður bara að leyfa sér að syrgja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.12.2008 | 23:42
Dagur 700 :o)
Já sæll eigum við að ræða það eitthvað Ég er sem sagt búin að vera í fráhaldi í 700 daga.
Sem er bara snilld. En þetta hefði ég ekki geta gert ein og í mínum mætti
Jæja við Íris mín fórum í smá jólagjafaleiðangur áðan svo við erum langt komnar með það.
Þarf svo að fara að haugast til að baka þessar tvær sortir sem ég ætla að baka. Það er nú allt og sumt sem þessar dúllur fara fram á og jú svo auðvitað ísinn góða, ég verð nú að búa hann til handa þeim. Ég fæ mér svo náttúrulega jólaís keysaraynjunnar.
Þangað til næst, góða nótt og bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.12.2008 | 23:01
Halló,,,,,,,,,,,
Ég sem ætlaði svo snemma að sofa Smá stressuð, var að koma ofan að spítala og tengdapabbi er að fara í erfiða hjartaaðgerð á morgun, og mágkona mín í hjartaþræðingu. Nú heimta ég að maðurinn minn fari í tékk. Er reyndar búin að "senda" hann einu sinni fyrir mörgum árum, en þetta er ættgengt, held ég. Svo er aldrei of oft farið.
En sem sagt, allt orðið voða jólalegt hjá okkur hjónunum Og ég farin að sofa.
Þangað til næst, bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2008 | 23:04
Jólaljósin yndislegu,,,
O ég elska jólaljósin finnst svo gaman að sjá öll fallegu ljósin. Ég er sem sagt búin að setja upp jólaljósin mín og skreyta smá. Það birtir eitthvað svo yfir öllu.
Mér finnst svo dásamlegt að koma fram á morgnana þegar jólaljósin eru kveikt, sitja með yndislegum manninum mínum og borða pönnsuna mína og drekka morgunkaffið mitt, svona áður en rómantíkin hverfur og húsið fyllist af börnum Nei nei bara grín þau eru yndisleg þessar elskur.
En nú ætla ég ekki að vaka lengur og bíð bara góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2008 | 17:40
Vetur konungur,,,,,,,,,,,,
Ojbarasta hvað það er kalt úti Ætla nú samt að harka af mér og fara á fund.
Er búin að eiga mjög góðan dag. Læt nú ekki veðrið breyta því. Finnst ég hafa svo lítið að blogga um þessa dagana.
Þangað til næst, hafið það best bæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2008 | 01:03
Úthvíld,,,,,,,,,,
Er eitthvað ekki í lagi í hausnum á manni Ég var búin að keyra mig í klessu í gær og sofnaði um kl. 20 og svaf alveg til morguns, sem er bara gott.
En hvað er ég svo að gera núna? Vaka upp í svefninn sem ég fékk í gær???
Farin að sofa. Þangað til næst, bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Kristborg Ingibergsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar